mars 16, 2008

Andfemínismi - er í lagi að hata femínista? - Karlakvöld




Karlakvöld Karlahóps Femínistafélags Íslands

Grand Rokk
18. mars
kl. 20:00

Þriðjudaginn næstkomandi verður Karlahópur Femínistafélags Íslands með Karlakvöld þar sem þemað verður Andfemínismi - er í lagi að hata femínista?

Tilgangur kvöldsins er að skoða og ræða hvernig umræðan í jafnréttismálum hefur verið að þróast undanfarin ár. Þá er sérstaklega verið að velta fyrir sér hvernig andúð birtist í jafnréttisumræðunni og hvernig hún virðist verða öfgafyllri í opinberri umræðu. Tilraun verður gerð til þess að velta fram meðal annars eftirfarandi spurningum: Er þetta eitthvað nýtt? Er umræðan öfgafyllri? Og er allt í lagi að hata Femínista? Einnig verður rætt um hvort að þetta sé meinlaust og hvort og hvernig eigi að bregðast við þessu.

Eftirfarandi verða með erindi: Sóley Tómasóttir vara-borgarfulltrúi, Katrín Oddsdóttir sérfræðingur í mannréttindum og Atli Gíslason alþingismaður. Auk þess verður stórsveitin Byssupiss með tónlistarlegan gjörning.

Fundarstýra er Magga Pé.

Karlakvöldið er hluti af 5 ára afmælis dagskrá Femínistafélags Íslands.

Verið velkomin!