september 16, 2008

Lost in acronyms

B.Í.V.
S.E.A.
K.U.U.M.
G.G.M.Æ.
A.S.S.

Með því að flytja til nýrra slóða þarf maður að læra margt nýtt og stundum nýtt tungumál. Ég hef nú oftast komist langt á enskunni, en reyni yfirleitt að læra eitthvað í því tungumáli sem er ríkjandi á viðeigandi stað. Á Akureyri lagði ég mig meiri segja fram við að læra díalektin og lærði meira segja að segja eftirfarandi: má ég drekka þessa kók í bauk á meðan ég ét þetta flatbrauð með bernaise sósu. eða eitthvað þannig ... ég var ekki alveg búinn að ná framburðinum.

Hér í landi er ögg flóknari tungumálapólitík. því það eru opinberlega 3 tungumál, þó að allir skilji hvort annað. og það getur verið viðkvæmt að rugla vissum hlutum saman. semsagt flókið. en það spurning hvort að það sé eins flókið og málið sem ég þarf að læra í vinnunni. það er mjög framandi, þó að reglurnar séu mjög einfaldar: í staðinn fyrir að segja það sem þú ætlar að segja ... þá er best að skammstafa það, eins mikið og hægt er og þá helst skammstafa skammstafanir ... ég er að vona að ég fái ekki ACRONYMFÓBÍU. en til þess að koma í veg fyrir það hef ég reynt að heimfæra þessa reglu yfir á mitt daglega líf og sjá hvort að ég geti ekki gert mig skiljanlegan á þennan máta. hér fyrir neðan er að finna þýðingar á tilraunum mínum hér fyrir ofan.

1. Byrjaður í nýrri vinnu
2. Skil ekki allt
3. Kemst upp um mig
4. Allt skammstafað skilst
3. Guð gef mér æðruleysi

september 15, 2008

gott kex


jæja loksins fann ég þjóð sem fílar samskonar kexkökur og ég. á mínum heimaslóðum og öðrum líka, hef ég aðeins fundið mjög takmarkað úrval af uppahálds kexkökum mínum: jaffa-kökur ... mmm ... mjúkur botn með dísætu marmelaði þakið súkkulaði ... hmmm hímneskt. á klakanum hef ég yfirleitt bara fundið nokkrar tegundir í búðarhillum og aldrei nema eina í einu. en hér í nýju heimaborg minni (já ég veit að ég bara búinn að vera hérna í 2 sólarhringi ... en comeon jaffa kökur) fann ég í einni verslun 7 týpur ... já ótrúlegt en satt sjöööö týpur og hvað haldið í sömu hillu var að finna álíka úrval af næstúppáhaldskexkökum mínum ... fíkjukex. en ég verð að kanna þetta nánar, kannski var þetta bara fluke ... en eins og er ... JAFFAJEVÓ!!!

damn ... ég er búinn með pakkann ... ;-(

september 14, 2008

Loksins orðið raunverulegt ... lentur í Sarajevó

Það er merkilegt hvenær hlutir verða raunverulegir. Ferðalagið til Sarajevo hófst þegar ég fékk símtalið um að ég hafi fengið starfið, en ég var ekkert að fatta þetta strax. Mánuði seinna var ég búinn að losa íbúðina mína og flytja frá Akureyri, það dugði ekki til. nokkrum vikum eftir það fékk ég sendan pakka frá Amazon með bókum um Bosníu og Balkanskagan sem ég hafði pantað. Það dugði ekki til að gera þetta almennileg raunverulegt heldur. Stuttu eftir það fékk ég símtal frá væntanlegum samstarfskonum mínum í Sarajevo, ... það náði lengra ... en dugði ekki samt.

þetta varð í raun ekki raunverulegt fyrren í gær þegar ég sat við hliðið á Heathrow-vell að bíða eftir vélinni til Belgrad. Þar í kring um heyrði ég fólk tala mál sem að ég ályktaði að væri serbneska. ég var eitthvað feiminn og ákvað að tylla mér þar sem fáir sátu. ég opnaði tímarit og hóf að lesa á meðan ég fylgdist í rólegheitum með fólkinu sem var að koma sér fyrir í salnum. skyndilega var ég umvafinn heilum hóp af fólk sem kinkaði kurteislega kolli til mín og plantaði sér í kring um mig. Þau töluðu mikið á milli sín og ég skildi ekki orð, það eina sem ég heyrði og skildi, var Skopje og ég ályktaði útfrá því að þau væri á leiðinni þangað.

Þarna var þetta raunverulegt, ég var umvafinn fólki sem var frá því svæði sem ég var á leiðinni á og ég skildi ekki orð og hafði aðeins yfirborðskennda þekkingu á sögu og menningu þess. Vá ... hvað var ég búinn að koma mér utí? Annað vá ... þetta er orðið raunverulegt.

Á leiðinni frá flugvellinum fékk ég að sjá það fyrsta af þeirri borg sem verður heimili mitt næsta árið og það var þokkaleg sjón. Þéttur dalur fullur af byggð af hinum og þessum tímabilum. Gamlar byggingar og fornar, nýlegar og splúnkunýjar, en einnig mjög margar sem eru enn að jafna sig á sárum síðustu áratuga. Rétt áður en við komum að hótelinu mínu keyrðum við framhjá gamla bænum, lítið þorp með fullt af sögu.

Nú er ég búinn að vera hér í einn sólarhring, að mestu leiti verið sofandi inná hótelherbergi. fékk mér að borða á litillri matstofu í gamla hlutanum og þrátt fyrir að vita ekki hvað ég var að panta, fór það ekki illa. og núna rétt áður en ég kláraði að pósta þessa færslu heyrði ég bænasöng óma í bland við rigningu. já ... nýtt ævintýri er hafið.