Lost in acronyms
B.Í.V.
S.E.A.
K.U.U.M.
G.G.M.Æ.
A.S.S.
Með því að flytja til nýrra slóða þarf maður að læra margt nýtt og stundum nýtt tungumál. Ég hef nú oftast komist langt á enskunni, en reyni yfirleitt að læra eitthvað í því tungumáli sem er ríkjandi á viðeigandi stað. Á Akureyri lagði ég mig meiri segja fram við að læra díalektin og lærði meira segja að segja eftirfarandi: má ég drekka þessa kók í bauk á meðan ég ét þetta flatbrauð með bernaise sósu. eða eitthvað þannig ... ég var ekki alveg búinn að ná framburðinum.
Hér í landi er ögg flóknari tungumálapólitík. því það eru opinberlega 3 tungumál, þó að allir skilji hvort annað. og það getur verið viðkvæmt að rugla vissum hlutum saman. semsagt flókið. en það spurning hvort að það sé eins flókið og málið sem ég þarf að læra í vinnunni. það er mjög framandi, þó að reglurnar séu mjög einfaldar: í staðinn fyrir að segja það sem þú ætlar að segja ... þá er best að skammstafa það, eins mikið og hægt er og þá helst skammstafa skammstafanir ... ég er að vona að ég fái ekki ACRONYMFÓBÍU. en til þess að koma í veg fyrir það hef ég reynt að heimfæra þessa reglu yfir á mitt daglega líf og sjá hvort að ég geti ekki gert mig skiljanlegan á þennan máta. hér fyrir neðan er að finna þýðingar á tilraunum mínum hér fyrir ofan.
1. Byrjaður í nýrri vinnu
2. Skil ekki allt
3. Kemst upp um mig
4. Allt skammstafað skilst
3. Guð gef mér æðruleysi
S.E.A.
K.U.U.M.
G.G.M.Æ.
A.S.S.
Með því að flytja til nýrra slóða þarf maður að læra margt nýtt og stundum nýtt tungumál. Ég hef nú oftast komist langt á enskunni, en reyni yfirleitt að læra eitthvað í því tungumáli sem er ríkjandi á viðeigandi stað. Á Akureyri lagði ég mig meiri segja fram við að læra díalektin og lærði meira segja að segja eftirfarandi: má ég drekka þessa kók í bauk á meðan ég ét þetta flatbrauð með bernaise sósu. eða eitthvað þannig ... ég var ekki alveg búinn að ná framburðinum.
Hér í landi er ögg flóknari tungumálapólitík. því það eru opinberlega 3 tungumál, þó að allir skilji hvort annað. og það getur verið viðkvæmt að rugla vissum hlutum saman. semsagt flókið. en það spurning hvort að það sé eins flókið og málið sem ég þarf að læra í vinnunni. það er mjög framandi, þó að reglurnar séu mjög einfaldar: í staðinn fyrir að segja það sem þú ætlar að segja ... þá er best að skammstafa það, eins mikið og hægt er og þá helst skammstafa skammstafanir ... ég er að vona að ég fái ekki ACRONYMFÓBÍU. en til þess að koma í veg fyrir það hef ég reynt að heimfæra þessa reglu yfir á mitt daglega líf og sjá hvort að ég geti ekki gert mig skiljanlegan á þennan máta. hér fyrir neðan er að finna þýðingar á tilraunum mínum hér fyrir ofan.
1. Byrjaður í nýrri vinnu
2. Skil ekki allt
3. Kemst upp um mig
4. Allt skammstafað skilst
3. Guð gef mér æðruleysi