júní 28, 2005

ich heisse Hjálmar ...

vó ... túrhestarnir eru lentir ... og ég er nú þegar orðinn overþýskaður ... ég er ekki búinn að tala annað en þýsku í vinnunni undan farna viku ... o mein gott ... ég er meiri segja farinn að tala þýsku við aðra saklausa túrhesta og meiri segja farinn að ávarpa vinnufélagana mína á þýsku líka ... jæja ... afhverju tala ég ekki swahili eða eitthvað þannig .... ích heise helmut und bin ein ...

júní 16, 2005

Ég mæli með ...

HALASTJÖRNUNNI í Öxnadal. þar er hún Guðveig vinkona mín Eyglóardóttir í aðalhlutverki. kjörorð hennar eru "it´s business doing pleasure with you" ... sem lýsir þessu yndislega koti helvíti vel. matsalur með fjórum borðum og setustofu ... skreytt með hugguleg heitum úr öllum áttum ... þjónustan kvirki og góð og maturinn veisla fyrir bragðlaukana ... steinbítur með jarðaberum, mintu og koríander ... rock and roll ... skelluð ykkur í bíltúr ... hva 4 tímar ... tja ... það er ekkert.

annars gleðilega þjóðrembuhátið á morgun ...

h.

júní 08, 2005

2046

er mögnuð mynd. Þetta er framhald Wong Kar-Wai á In the Mood for Love. bæði yndislegar Hong Kong ástarsorgarsögur. ég mæli með því að horfa fyrst á In the Mood for Love og svo þessa í beinu framhaldi.

þessar myndir eru sjónrænt og tónrænt yndi sem fær hjarta til að tifa og vanga að velta. 2046 er ótrúlega flottur grautur af nútíð, framtíð og fortíð ... og ekkert endilega í þessari röð. ... að taka lest til ársins 2046 og hvað svo ... ekki slæmt að hafa Maggie Cheung og Gong Li í sömu mynd og Tony Leung (Hero) er magnaður.

mmm ... mig langar í Dim Sum ...

júní 07, 2005

Sumar i Reykjavik!!!!

Jipeee ... það er komið sumar ... yndislegt og margfalt það: ég er nefnilega búinn að taka út hjólið mitt ... og sumargleðin streymir um mig ... að hjóla um reykjavíkursvæðið á sumrin er eins og búa í annarri borg ... don´t get me wrong; ég elska reykjavík ... enn á sumrin ... hjólandi, brosandi, kampakátur og fossvogurinn er gullfallegur og hugljúfur ... mmm ... beautiful ... svo er ég miklu duglegri að þvælast og heilsa upp á vini og vandamenn.

Dæmi: laugardagskvöldið hjólaði ég vestur í bæ og heilsaði upp á góðvin minn Gumma kvikmyndagerðamann ... eftir vinnu ... það var helvíti næs ... drukkum kók læt og hlustuðum á nýju Yann Tiersen ... mjög svít ... síðan hjólaði ég heim um eitt leytið ... ákvað að kíkja á gleðistemminguna í miðbænum og komst að því að ég var ekki að missa af miklu ... það heillar mig ekki mikið að sjá fullorðna menn að pissa utaní skrautlegan arkitektúr reykjavíkurborgar ... hvaða tíma dags það nú er ... híhí ... fullorðnir menn sem eru ekki með blattercontrol ... hehe ... allaveganna ... þannig að ég er að hjóla úr kjarnanum og er kominn að því sem einu sinni var Hringbraut og er þessa stundina mjög skemmtilegt póstmódernískt listaverk ... ég í minni bjartsýni (of mikið ferskt súrefni) ákvað að prófa nýja krókaleið og hjóla eftir nýjum nýmalbikuðum göngustig sem leiðir undir nýju hringbrautina ... voða gaman ... hjólandi á fullum hraða ... lykjur og beygjur ... bara eins og rússibani ... JIBEEE ... ég fer undir hringbrautina brosandi og alsæll ...

VÓÓÓ ... JÆÆTJS ... MALBIK BÚIÐ .... SKURÐUR ... KABÚÚÚM .... KRAKSSKAKRAAASH ...

hehehe ... þetta var gaman ... sumur í reykjavík eru ævintýri ... framkvæmdir út um allt ... ég held að ég verði að finna mér hjálm ... híhí ... hjálmar með hjálm ... ég hef aldrei heyrt þennan áður ...

ást og gleði og aftur ... gleðilegt sumar.