NEI Workshop!
NEI WORKSHOP
Þriðjudagskvöld 27. júní 2006
Kl. 19:00 til 22:00
Hitt Húsið kjallara (gengið inn Austurstrætis megin)
Karlahópur og ungliðahópur Femínistafélagsins verða með Workshop 27. júní
til þess að undirbúa næsta átak: "KARLMENN SEGJA NEI VIÐ NAUÐGUNUM".
Workshopið er haldið í þeim tilgangi að hugstorma um hvernig hægt er að þróa
átakið lengra og betur. Vonast er til þess að nýjar hugmyndir kvikni um
framkvæmd, aðferðir og framsetningu. Skipt verður upp í hópa eftir þemum
þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og áhugasvið.
Einnig er þetta hugsað sem vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja
þessu átaki lið til þess að kynna sér vinnuna og jafnvel taka þátt í
næsta átaki.
Allir eru velkomnir.
hlökkum til að sjá sem flesta.