apríl 25, 2007
apríl 24, 2007
„Það er alltaf betra veður fyrir ...“
já aldeilis ég miðbæjarrottan sem hef aldrei búið í miðbænum er flutt til akureyrar. þetta er allt búið að gerast svo hratt að ég hef ekki haft tíma til þess að pæla almennilega í þessu. sérstaklega af því að ég er aktúalí fluttur að heiman ...
ó mæ gawd ... hvað hef ég gert ... og er ekki einu sinni orðinn fertugur.
hvað er að verða af þessum heimi?
allavegana kominn með draumadjobb og ég er að fíla hinn harðmælta norðlenska heim. og ég er farinn að tileinka mér ýmsa norðlenska siði, eins og það að halda því ófeimin fram að það er alltaf betra veður fyrir norðan og því til sönnunar tók ég þessa mynd á þriðja degi sumars.
gleðilegt sumar og knús allan hringinn.