Ang Lee ... lifir!
Já það munaði litlu að stóra græna skrímslið hefði drepið þennan yndislega leikstjóra. Ég var lengi vel mjög ringlaður yfir því af hverju Ang Lee hafði ákveðið að gera mynd um Hulk. Ég er ekki en viss hvað mér finnst um þá mynd. Að vissu leiti var það ekkert fráleitt að hann myndi enda með að gera stóra Hollywood mynd, og sértaklega eftir að Crouching Tiger Hidden Dragon gerði allt vitlaust og hæfileikar hans í að gera spennumynd komu í ljós. En hans hæfileikar sem sögumaður liggja ekki þar, hann segjir sögur af fólki. Crouching Tiger fjallaði fyrst og fremst um það, þetta er ástarsaga fólks sem er bara helvíti gott í Kung Fú og leysir sín mál með því fljúga um sparkandi.
Fyrsta myndin sem ég sá eftir hann var the Wedding Banquet, alveg yndisleg mynd. Hún fjallar um ungan samkynhneigðan mann frá Taiwan sem hefur ekki sagt foreldrum sínum frá því að hann sé í sambandi með bandarískum manni. Hann gerir ungri kinverskri konu greiða með því að giftast henni og til þess að hún verði ekki flutt úr landi. Þegar foreldrar hans frétta af þessu koma þau hlaupandi til að halda almennilega brúðkaupsveislu. Fyndin sorgleg og allt þar á milli. Síðan hefur hann gert margar magnaðar myndir: Eat Drink Man Woman, Sense and Sensibility, Ride with the Devil, Ice Storm og núna Brokeback Mountain.
Gullfalleg ástarsaga. ekkert gimmick ... bara yndisleg. sjáíð hana NÚNA!