ágúst 31, 2005

ÚFF!



ég er núna búinn að hlusta á þessa plötu í tæpa 3 mánuði og ég verð ekki leiður á henni hvað sem ég reyni.

hún er gullfalleg og yndisleg ... troðfull af ótrúlegum sögum ... þar á meðal fallegasta lag um raðmorðingja sem ég hef heyrt.

ég fæ gæsahúð hvert sinn sem ég hugsa um, hlusta á eða held á henni.

Eins og strákarnir i Opus sungu ...

LIFE IS LIFE ...

LA LA LAA LALA LA !

ágúst 21, 2005

Annarleg Reykjavik!

Menningarnótt er fyndin ... eins og vinur minn orðaði það "mikið fólk, minni menning" ... ég hef nú verið að vinna flestar menninganætur .. og í gær var maður vitni að nokkrum mjög svo menningarlegum atburðum ...

dæmi 1. skífan að gefa emmessís frostpinna = íslenskir menningarvitar tæma ísfrystana á mettíma!

dæmi 2. bollywood danssýning í verslun skífunnar ... tímaplan skorðast til = mjög menningarlegur ljósmyndari froðufellir af hneyklsun yfir þess konar ómenningarlegri seinkun.

mmm ...

flugeldasýning fyrir margar miljónir ... tillaga í staðinn... lækkun leikskólagjalda eða ... lækkun verðskrár orkuveittunar ... well ... enga vitleysu hjálmar ... þú ert bara femínisti sem á ekkert að hugsa um svona hluti ...

þegar mörgþúsund menningaróðir íslendingar voru að hlýja sér á börum borgarinnar eftir mjög blauta flugeldasýningu ... ákvað ég að hjóla heim ... sem var mjög gaman ... skellti nýju lagi með sigurrós í IPODIЙ og hjólaði heim í rokinu ... það var mjög fyndið að hjóla um rúmlega tólf að miðnætti og verða vitni að bílaumferð á við föstudagseftirmiðdag ... nema bara í aðra áttina ...

en sigur rós ... blautt ágústkvöld ... fullur teiknimyndamáni ... bílaljós út um allt ... snilld ... það er eins gott að ég fór bara að sofa ... hmmm.

knús og kellerí.

ágúst 19, 2005

"Hvað finnst þér um Baugsmálið?"

Hvað finnst mér um Baugsmálið?

...

...

...

(geisp).

ágúst 18, 2005

TAKK SONIC YOUTH!

ágúst 17, 2005

SUÐ + STUÐ

þetta er í þriðja skiptið sem ég sé Sonic Youth læf og þau verða bara betri ... bara eintóm keyrsla og læti og geggjuð, sargandi, suðandi monster gítar riff ... úff ...

það var ótrúlegt að af hafa Lee, Kim, Thurston, Steve og já Jim ... í bara nokkra metra fjarlægð ... sviti og læti ... þau eru öll eitthvað í kring um fimmtugt ... Kim elst ... og Jim líklega lang yngstur ... og vá .... þau spiluðu í rétt tæpa 2 tíma og það leið eins og ég veit ekki neitt ... Thurston hoppandi um eins táningurinn sem hann enn er ... Lee sveittur tilraunasnillingur ... Steve rytmanördkóngurinn ógurlegi ... og Kim sú svalasta ever ... í stuttu pilsi í háhælum skóm ... öskrandi "I love you ... I love you ... " ... úff ... þau fjögur eru algjör snilld og seiða fram ótrúlegu rugli ... en svo kemur lítill álfur sem heitir Jim O´rourke og er nú legend útaf fyrir sig ... og ohmygod ... hann er algjör seiðmeistari ... hoppar á milli ... bókstaflega hoppar á milli hljófæra ... og fyllir hið ótrúlega þétta SY sánd ennþá meira ... með geggjuðum glampa í augunum ... aldrei að vita á hvaða handrið eða mublu hann mundar hljóðfæri á næst ... úff ...

það er snilldin ... þau eru bara gelgjur ... hoppandi, sargandi, suðandi ... í 100% var Thurston kominn í crowdið og Lee og Jim voru eins og berserkar að kreista allt úr þessu lagi sem hægt er ... nema Kim stóð bara svöl á miðju sviðinu og glotti á sinn einstaka máta ...

Þetta átti við öll þau snilldarlög sem þau tóku ... og síðan sluttuðu þau þessu með 15 mínútu hávaða orgíu sem erfitt er að lýsa með orðum ... bæði lætin og hegðun þeirra ... öll í trans í annarlegum stellingum að munda sín hljóðfæri með öllu sem hægt var og auðvitað álpappír ... já álpappír ...

það er alltaf gott að labba út af tónleikum með suð í eyrum, slefandi og teljandi upp en hvað með þetta lag og þetta lag ... samt giddy as a schoolgirl ...

jæja ... þá er það fjórða skiptið í kvöld ...

ágúst 16, 2005

SUÐ GELGJURNAR eru mættar!

Jipee ... Sonic Youth að spila í kvöld ... i am giddy as a schoolgirl ... er búinn að taka góða Sonic syrpu ... búinn að fylla Ipodið mitt af þeirra stuffi ... sweet ... og dagurinn byrjar vel ... því ég mætti Thurston Moore á laugaveginum ... Tinna kindredvinkona mín stóð við hliðina á mér og vildi bara stökkva á hann og knúsa hann til óbóta ... sem hafði verið mjög fyndin sjón ... því hann er tæpir tveir metrar á hæð og hún penir 1.6 metir ... híhí ... það hefði nú sannarlega verið FUJI moment ... en ég stoppaði hana af ... ég vill nenfilega hafa næga fjarlægð á milli mín og Idolana minna ... í þessu tilviki voru það 3 metrar ... ég hef nefnilega slæma reynslu af því að láta eins og eitthvað drooling idiot ... mmm ... drooling idiot ...

allaveganna rokk í kvöld og vonandi eyrnasuð út vikuna ...

ágúst 15, 2005

TV overload

þeir sem þekkja mig vel ... og meiri segja þeir sem þekkja mig minna, lítið eða ekkert ... vita að ég horfi allt of mikið á sjónvarp ... þetta hefur víst fylgt mér alla tíð ... glápa, glápa, gláápa ... úff ... og þegar maður býr einn þá er ekkert sem er mikið að ýta við manni að draga úr ... því miður er ég ekkert skárri þegar aðrir eru í kring ... "Ha ... hvað varstu að segja" ... mjög sjarmerandi er það ekki ...

Öðru hverju kemur það fyrir að eitthvað eða einhver er að reyna að segja mér að það sé nú alveg tímabært að draga úr þessu rugli ... fyrir nokkrum árum ... var ég í löngu leyfi ... þar sem ómælt sjónvarpsgláp átti sér stað ... það fóru bara heilu sólarhringarnir í það að nudda fjarstýringuna og munda sig rétt í sófanum ... öðru hverji lagði maður sig eða náði sér eitthvað að snæða ... og yfirleitt var það eitthvað gæða djunk fæði ... ótrúlegt en satt ... þá lifði ég þetta tímabil af ... just barely ... því einn daginn ... eftir svaka couch potatoe maraþon ... þá gaf sófinn sig ... já ... SÓFINN HRUNDI ... mmm ... well ...

hvað gerði ég þá ...?

fór ég á fætur og gerði eitthvað uppbyggilegt?

... JÁ & NEI ...

ég fór niður í bílskúr og fann þar myndarlegar hamar ... snéri sófanum á hvolf og BANG, BANG, KRASH, ÚFF, BAMM, VAMM, ÁI ... lagaði ég sófan ... lagði hamarin frá mér ... rétti sófann af og .... glápið hélt áfram ... í nokkrar vikur ... það var orðið það ýkt að ég var meiri segja farinn að horfa á alla leiki í HM í knattspyrnu ...

og núna um daginn ... þá byrjaði sjónvarpið að slökkva á sér ... for no apparent reason ... nokkrum sinnum á dag ... og svo virkar það kannski aftur í smá tíma ... mmm ... tja ... hvað skal nú segja ... er ekki LOST í kvöld?