nóvember 16, 2005

BADTZ MARU KICKS ASS!



mér hefur alltaf fundist badtz maru svolítið svalur ... kannski aðeins of grumpy ... en svalur samt.

en um daginn var ég að fylgjast með vinkonu minni tinnu að prófa nýja Hello Kitty playstation 2 leikinn ...

stórfurðulegur leikur ... enda japönsk smíð ... og tónlistin var steingeld lyftutónlist ... muzak rokkar í samanburði ...

í þessum leik var badtz maru áberandi ... sem náinn vinur Kitty ... en badtz kallinn var ekki standa sig ... hann þvældist bara fyrir og var bara með vesen og var kitty bara til trafala ... stöku sinnum þurfti kitty að slá badtz niður ... bara vesen ... það er ekki sæmandi fyrir litla femínista mörgæs að þvælast fyrir ...

jú ... standa í fólki ... vera með attitude og láta í sér heyra með krafti ... með stæl ...

femínistar rokka ... enginn þvæla!

nóvember 11, 2005

Þetta er fyndin kona ...



og ben affleck suckar!

nóvember 10, 2005

Mixteip eru yndisleg!



klikkið endilega á myndina.

hann palli vinur minn kom með himnasendingu um daginn ... hann var nefnilega að koma af stað síðu fyrir mixteip.

yndislegt.

hugmyndin er að láta sem flesta senda inn teip.

oh þetta er svo gaman ... nostalgían streymir út úr manni og gleðin einnig. að fá að gera gamalsdags mixteip ... hangandi yfir spilaranum með blýant í hendi og flettandi í gegnum safnið til þess að púsla saman hið fullkomna teip.

nörd in heaven.

nóvember 09, 2005

Hva ... 12 ár ... það er enginn tími!



þegar ég var 15 ára heyrði ég lag í útvarpinu sem breytti lífi mínu. Það var "Running up that hill" með Kate Bush. ég hljóp útí búð og keypti Hounds of love og næstu mánuðina spilaði ég gat á þessa plötu. ég hafði aldrei heyrt aðra eins fegurð. því miður gat ég ekki deilt þessari ástríðu minni mikið með vinum mínum, því þeir voru uppteknir á að hlusta á Iron Maiden og AC/DC og voru ekki alveg að fatta sérviska breska konu sem var kannski þekktust fyrir að syngja um wuthering heights hennar emily bronte ... fyrir þeim var "running up that hill" ekki það sama og "run to the hills" ... mmm.

allavegana ... hún er kominn aftur og ég er byrjaður að hlusta á nýja diskinn "ariel" ... hímneskt ... ég elska sérviskar konur.

bíddu við ... 15 ára ... það eru 20 ár ... það er rugl!

nóvember 08, 2005

Vont Gláp!



Það hefur komið fram áður hjá mér að ég hef einhverra hluta vegna fetishma fyrir vondu sjónvarpsefni og vondum bíómyndum. Vinir mínir höfðu til dæmis miklar áhyggjur af mér sem unglingi þegar ég var alltaf að horfa á Santa Barbara, þá stórmerkilegu sápu.

ég held að ég sé haldinn mjög alvarlegu tilfelli af GLÁPLETI ... um er að ræða hámark letinnar ... ég nenni ekki að horfa á eitthvað sem reynir á heilan á mér ...

Um helgina var ég haldinn mjög alvarlegu tilfelli af glápleti og ætlaði mér að horfa á eina frekar hörmulega mynd sem ég sá þegar ég var unglingur ... RED DAWN ... með Patrick Swayze, Charlie Sheen og öðrum snillingum í aðarhlutverki ... um er að ræða smekklausa and-kómunísta útreið sem var leikstýrð af manni sem ég hef sterkan grun um að vera subbluegan amerískan fasista ... byssudýrkun og alle sammen.

en ... heimilistækinn mín eru farinn að streita á móti þessari streitulausri smekkleysu ... Fyrr í haust framdi sjónvarpið mitt sjálfsmorð ... það gat ekki lengur umborið allt þetta drasl lengur og gat ekki afborið lengur að sjá vin sinn fara svona illa með sjálfan sig. Og nú um daginn þegar ég ætlaði mér að horfa á ReD Dawn ... Ben og jerrys ísinn klár ... þá spítti DVD drifið í tölvu minni disknum út og gaf mér engan séns á því að horfa á þessa hörmung ... það sama gerðist með SAHARA um daginn.

það er gott að eiga góða vini sem hugsa um andlega heilsu mína ...

Bíddu við ... eru heimilistæki vinir mínir?

nóvember 03, 2005

grrrr ...

... og það er alltof sumt.

nóvember 02, 2005

Það er gott að eiga góða vini ...



... í gærkvöldi fékk ég skemmtilegt símtal frá honum Tjörva vini mínum ... hann er víst í námi í nokk merkilegum háskóla í fyrrum stórveldinu Bretalandi ... og var það sætur að gefa sér tíma í sínu mjög stranga og stífa námi til þess að hringja í mig og láta mig heyra uppáhaldslagið mitt af uppáhaldsplötu minni þetta árið ... spilað LIVE af Sufjan Stevens ... á 300 manna bullu einhvers staðar í London ... æi ... það er svo gott að eiga góða vini ... ($%&"höfuðkúpa#%&eldingarogþrumur)