maí 31, 2006

Reiður & Leiðinlegur ...



"Femínistar eru alltaf reiðir og leiðinlegir. Þurfa alltaf að kvarta
yfir öllu, eða þá að finna eitthvað til að kvarta yfir. Femínistar
leyfa aldrei öðrum að tjá sig þurfa alltaf að tala ofan í annan sem er
að reyna að tjá sig á móti þeim"

Nafnlaust innlegg á feministinn.is/umraedur

Það er verst hvað við Femínistar erum alltaf vond við þá Nafnlausu.

maí 23, 2006

HEAVY TRASH, POWERSOLO & TREMOLO BEER GUT Á NASA



Jon Spencer og félagar á leiðinni til Íslands






Tónleikar Heavy Trash, Powersolo, The Tremolo Beer Gut og Fræ verða á Nasa í Reykjavík föstudaginn 26. maí.

Þar mun snillingurinn Jon Spencer, úr Jon Spencer Blues Explosion koma fram með rokkabillýbandi sínu Heavy Trash.

Á síðasta ári sendi Heavy Trash frá sér samnefnda plötu sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir óð til rokksins í sinni einföldustu mynd. Jon Spencer er frægur fyrir ótrúlega sviðsframkomu og gleyma þeir fjölmörgu Íslendingar sem sáu hann í kjallara Rásar 2 fyrir nokkrum árum með Blues Explosion því ekki svo glatt.

"Johnny Cash er svalari en Kiss!"

www.crunchy.dk
www.heavytrash.net
www.powersolo.dk
www.thetremelobeergut.dk
http://www.allmusic.com/cg/amg.dll?p=amg&sql=10:ik9gs31ea3ng

maí 21, 2006

plötufixx3



jens lekman - oh you´re so silent jens

skandinavarnir eru alveg að standa sig í indie melancholiunni. þessi svíi er búinn að gefa út nokkrar plötur og í jan kom þessi út. og er algjört yndi. hehe indie-yndi. ljúfur, sætur, kaldhæðin, hnitinn og svo framvegis. minnir stundum á jonathan richman, stundum á rufus wainwright, en er samt ekkert líkur þeim. lögin eru öll mjög skemmtileg og lúmsk. við fyrstu hlustun eru þau ekkert sérstaklega að grípa mann, en svo gerist eitthvað. miklu meiri vídd og breidd en landi hans hann jose gonzales. svo er mjög skemmtilegt innskot í einu lagi, frá beat happening goðinu honum calvin johnson, pocketful of money. birtist eins og dimmraddaður skratti úr sauðana læk.

mæli eindregið með þessari ... uppáhaldslagið er F-word.

maí 19, 2006

Hvað er Silvía Nótt?!



Hvað er Silvía Nótt?

1. Var Silvía Nótt framlag Íslands í Eurovision?

2. eða var þetta hluti af miklu stærra comí-tragísku mega drama og við erum öll hluti af því?

3. tökum við eurovision of alvarlega?

4. tökum við okkur of alvarlega?

5. finnst okkur Silvía fyndin?

6. er Silvía bara fyndin eins lengi og hún er að vinna og að slá í gegn?

takk Silvía (Ágústa Eva), þetta er búið að vera mjög hressandi.

ÓTRÚLEGT EN SATT ... !!!



já ... það ótrúlega hefur gerst. ég (eilífðarstúdentinn) er búinn að skila masters ritgerð. það var greinilega einhver tilgangur með þessari langri veru á göngum HÍ. allar þessar löngu og góðu kaffipásur skiluðu sér loks fyrir rest.

ég gerði mér grein fyrir því að margir vinir mínir eiga erfitt með að trúa því að ég sé virkilega búinn að skila. þess vegna er ég búinn að ganga með eintak á mér alla vikuna.

þannig að það sé engin vafi.