ágúst 31, 2004

Leitin að hinum fullkomna Schnitzel.

"Kannski fáum við okkur Schnitzel í Trier á leiðinni til Luxembourg."

Það er nú stundum þannig að ef girnileg hugmynd er látin hljóma, þá er mjög erfitt að halda henni í skefjum. Og það var ekkert "kannski" lengur í dæminu, við urðum að fá okkur þennan Schnitzel. Ég var búinn að heyra ótal sögur: kjötið var meirt og yndislegt og deigið krispi og bragðgott.

Ég veit ekki með ykkur, en Schnitzel eru mjög áberandi í mínum æskuminningum. Ég veit ekki hversu oft ég hef lýst því slefandi fyrir vinum og vandamönnum hvernig ég borðaði besta Schnitzel í heimi í Austurríki fyrir tuttugu og fimm árum. Risastykki sem lafaði útaf disknum og með freshly squezzed sítrónu og frönskum var ekkert fullkomnara ... nema kannski Sacher tertan sem ég fékk í næsta bæ ... guð mín góð ... don´t get me started ...

Allaveganna ... Schnitzel ... æskuminningar ... óeðlileg nostalgía og svo framvegis. Og þegar manni er endurtekið sagt frá besta Schnitzel á Mosel svæðinu rétt við elstu borg norðan Alpa ... heldur þú virkilega að ég taki mark á einhverju "kannski" ... ég tek fram að ég er 34 og ekki 4 ára ... og hef þarafleiðand fullan rétt á því að missa stjórn á kenndum mínum ... eða bíddu var þetta öfugt ...

Við hringsóluðum í kringum Trier ... prófuðu ýmsar aðkomuleiðir ... og að lokum birtist the Schnitzel Place (heitir víst eitthvað allt annað). Það var samt eitthvað off í gangi ... miða við besta Schnitzel norðan Alpa var óvenjulega rólegt fyrir framan. Ég hoppa út einbeittur og labba svöl eins og Sidney Bristow yfir götuna ... en hvað haldið þið ... LOKAÐ Á MÁNUDÖGUM ... scheisse ...

Í staðinn fengum við okkur Gordon Blue í Luxembourg, velkominn til Fairy Tale Land.

ágúst 30, 2004

"The cool will inherit the earth."

Ráfandi um London fór ég að velta fyrir mér ... eru allir Londonbúar svalir? Það mætti halda það. Maður fer bara hjá sér. Það eru allir ultrahipp og með tískuna á hreinu. Hárið er ... tja ... "just so right". Alls staðar eru allir með svalheitin á hreinu. Það skiptir ekki máli hvar þú ert, í tiskuverslunum eru allir auðvitað ubercool, í bókabúðum, plötubúðum, á kaffihúsunum og meiri segja á McDonalds. Undir steril skyndibitaklæðunum finnur maður hvernig svalheitin reyna að spretta fram þrátt fyrir "You want fries with that" brosið.

Ég labbaði um ... hógvær og feimin ... ég get bara engin verið eins svalur og aðrir í þessarri borg ... en bíddu ... "Er þetta ekki hann Jói? ... og þarna ... er þetta ekki Dísa?" eða hvað ... nei ... þau eru bara ótrulega lík þeim og hvað þessi þarna ... og þessi ... og hún þarna ... Það er ekki bara að allir eru svalir, það eru allir eins svalir, þ.e. samskonar svalir og í Reykjavík, París, Köben, Berlín og svo framvegis.

James Dean var fyrir mörgun the ultrahipp mega svali dularfulli gaur, sem fólk er ennþá daginn í dag að slefa yfir. Ég myndi halda að JD hafi verið svalur af því að hann var öðruvísi en aðrir og bar eitthvað sjalfsöryggi (eða geggjun) sem aðrir höfðu ekki. En hvernig geta allir verið svalir? Tja það er spurning ...

Jú auðvitað ... þú getur keypt svalheitin? Þú ferð í næstu ultramegahipp bókabúðina og verslar "the Ultra Megahipp how to be different from everyone else handbook", sem er búinn að vera á metsölulistum útum allan heim í marga mánuði. Þá hleypur maður bara í næstu gapdiesellevy dúbídú verslun, og labbar svallega inní the Cool Departement og fær ráð hjá svölum starfsmanni um hvað maður á að klæðast og ... SJASAMM ... þú ert orðinn svalur eða svöl ... eins og allir aðrir.

mmm ... beam me up Scotty!

ágúst 29, 2004

HK Diner

Hér eru góð ráð ef þú ert að labba um Chinatown í einhverri stórborg og ert að leita af góðum kínverskum veitingastað:

Forðast ...
... tóm kínversk veitingahús.
... kínversk veitingahús full af vestrænum túristum.
... veitingahús sem eru með starfsmann út á götu til að lokka þig inn.
... veitingahús sem eru merkt sem Chinese, Thai, Japanese, Korean, Vietnamese, og svo framvegis. (líkur eru að viðkomandi eldhús ráði ekki við neitt af þessu).

Leitast eftir ...
... meirihluti viðskiptavina eru kínverskir.
... matseðill á kínversku og kannski á ensku.
... einföld innrétting og ekki mikið skraut.
... þjónar í bláum eða hvítum skyrtum með svört bindi.

Ég mæli með "Chinese Brocoli með engifer í RiceWine sósu".

Það er fátt betra en góð kínversk máltíð, nema þá kannski góð tælensk máltíð.

ágúst 28, 2004

"Þú verður að ..."

Hver hefur ekki heyrt "Þegar þú ert í London þá verður þú að skoða ... þetta og þetta ... þú bara verður!" Er til algildur listi yfir það sem maður verður að skoða eða sjá þegar maður heimsækir þekkta staði? Tja ... það er spurning. Það er án efa til slíkur fyrir þá sem sækja Ísland heim. Miða við hann þá held ég meiri segja að margir samviksusamir túrhestar þekki frónina betur en ég, enda hef ég nú verið kallaður ýmsum nöfnum af vinum mínum, t.d. hef ég verið kallaður "ekki síbúi" ... mmm.

Allaveganna ... ég var staddur í London og skyndilega kom yfir mig smá skyldufílingur. Ég varði heilum degi í það að skoða hin ýmsu gallerí og listasöfn, ... hvernig læt ég ... ég var í svo miklu stuði að ég hélt áfram daginn eftir með Jenine vinkonu minni. Það er óhætt að fullyrða að London er stútfull af menningu og það var bara helvíti gaman að súpa af þeim stút. Ég held að mér hafi bara tekist helvíti vel við að leika menningaróvita eina tæpa helgi. Það skemmtilega var að ég datt inn í einhvern trans ... jechh ... hvað þetta hljómar yfirborðskennt.

Ég byrjaði á einu drullu stóru safni ... the British Museum ... huge safn ... og ég verð að viðurkenna að ég varð þokkalega impressed ... það var auðvitað óhugnarlegur fjöldi af fólki ... en maður tók lítið eftir því, vegna þess að aðalsalurinn er yfirþyrmandi stór og glæsilegur. Þegar ég labbaði inn gegnum aðalinngang safnins var dæmigerð ensk grámygla hangandi slefandi blaut yfir borginni, en þegar ég labbaði þá mætti mér geðveikur ljós marmaraglampi og mér leið eins og ég væri í tacky himnasénu í væmnri bandarískri rómantískri gaman existantial ælusögu, en mig langaði ekki til að æla, þetta var bara helvíti kúl. En ég var ekki í þessu safni til að dást af byggingunni eða ótrúlega ríku (allt stolið á tímum nýlendana) sögulega safni. Nei ... ég var þarna til þess að skoða minnstu sýningu safnins og þá meina ég minnstu ... pínu, pínu lítil. Um er að ræða sýningu á Barmmerkjum í gegnum tíðina. Mér var vísað á sal sem er kallaður Gallerý 69a, en gallerí er ekki réttnefni, þetta var frekar eins og kústskápur. manni leið eins og maður væri að labba inn í stóra vörulyftu, nema hvað það var bara helvíti skemmtileg sýning í gangi. Kannski var þetta af ásettu ráði gert ... "hvar getum við sýnt minnstu hlutina? ... ah jú auðvitað best að rýma kústaskápinn." Flott sýning, ég mæli með henni. Fullt af bráðskemmtilegum barmmerkjum, og mitt uppáhald hljómaði svona "Gay Whales against Nuclear Weapons" ... hehe.

Eftir þetta kíkti ég á ljósmyndasýningu í litlu gallerí alveg við Baker Street og á leiðinni komst ég að því að Bretar merkja húsinn sýn á forvitnilegan máta. Ég reyndi að átt mig á logikinn, en tókst það ekki. Þetta minnti mig smá á Kópavoginn. Um var að ræða sýningu á ljósmyndum Leni Riefenstahl, þá sérstaklega af Nubi ættbálknum, mjög magnaðar myndir.

Ég er með ráð fyrir þá sem ætla að skoða Tate Modern safnið, passið ykkur á því að taka ekki lestina sem leiðir mann til Tate Britain safnins, það er ekki sama safnið.

En Tate ... vó ... flott ... ég labbaði stoltur inn í aðalsalinn þar sem Óli E. hafði verið með sýnishorn af íslensku veðri til sýningar fyrr um árið ... hehe ... erum við ekki pathetic ...

Þetta er geggjað safn. Stórt og í fyrstu svolítið yfirþyrmandi, sem gerði það að verkum að ég vissi ekki hvar ég átti að byrja. Þannig að ég tók bara næstu lyftu og steig út þegar aðrir stígu út. Ég borgaði mig inná sýningu listamanns frá Hollandi, sem var helvíti skemmtileg. Eftir hana fór ég að ráfa um safnið og áður en ég vissi þá var ég búinn að þvælast um í einn og hálfan tíma í hinum ýmsum sölum og stoppaði nokkrum sinnum til að horfa út áThames. Að lokum labbaði ég yfir Milenium Bridge (ég held að hún heiti það), sólin var að setjast og himinninn var gulur og bleikur og kínverskur götulistamaður spilaði eitthvað new age stuff, sem gnæfði yfir allt. Þetta var þokkalega væmin stemmning, enda er ég væmin gaur. mushi mush.

Daginn eftir var ég á leiðinni á Design safnið með vinkonu minni, þegar við rákumst að tilviljun á ljósmyndasýningu á miðju torgi, út um allt voru 3 metra háir turnar og á þeim voru sláandi myndir af stríðum og harmleikum undanfarna ára. Því miður mann ég ekki hvað ljósmyndarinn heitir, en þetta voru sláandi myndir. magnað. Að lokum náðum við Design safninu, en þurftum að rjúka smá í gegnum það vegna þess að það voru 45 mín í lokun. Þannig að við skoðuðum skemmtilega sýningu á verkum Saul Bass. Hafði ekki hugmynd um hver hann var fyrir þessa sýningu, en komst að því að hann hafði hannað óþægilega mikið af logoum, lookum og svo framvegis sem maður þekkti frá ungu barnsbeini. Sýningin var það skemmtileg að við þurftum að rjúka upp á næstu hæð til að ná að skoða sýningu á verkumeftir 2 brasílska hönnuði (bræður) á nokkrum mínútum. Það var geggjað. Salurinn var skreytur eins og skrýtinn endurunninn frumskógur og salurinn var fullur af húsgögnum sem voru sett saman úr endurnýttum hlutum. Það var stórt skylti sem á stóð ekki snerta ... en vó ... ég og vinkona mín áttum mjög erfit með okkur. Þetta dót var svo litríkt og það kallaði á okkur. "Komdu og snertu mig". Allt mjúkt og spennandi ... ég segji ekki meira ... það er dálítið óljóst hvað gerðist næst ... salurinn fór að snúast ... litirnir urðu skærari ... og bleikir álfar stukku út úr húsgögnum og kallaði ... "Það er búið að loka".

Ég held að þetta hafi verið nóg list í bili.

ágúst 27, 2004

Tælenskur unaður!

Mér finnst fátt betra en góð tælensk máltíð.

Eftir að ég var búinn að labba af mér risa mangó Frapocino slirpy sjeik og villast aðeins um stræti London ... Maður getur stundum látið eins og maður sé bara að ráfa um til að kynnast borgum á afslappaðan ævintýranlega máta, en stundum er maður bara helvíti villtur ... gjörsamlega lost. Þegar maður telur sig vera að labba í ákveðna átt og síðan kemst maður er í raun að fara í allt aðra átt. mmm gaman ... sérstaklega þegar maður er að verða svangur. En ég ákvað að taka smá breik, ég fann sætan park sem heitir Green Park og settist niður og naut þess að fylgjast með fólki að borða ... smá pikknikk. Bretar á fertugsaldri með peysur bundnar yfir axlirnar, nartandi eitthvað lostæti úr gamaldags bastkörfu, sötrandi freyðivín. Á meðan var ungur maður sem var ekki Breti með peysu bundna yfir axlirnar, nartandi eitthvað lostæti ... heldur að brjóta saman legusólarbekki. mmm. örugglega djobbið sem honum hefur alltaf dreymt um.

Allaveganna eftir að hafa fylgst með öðrum að vinna, borða eða spila fótbolta í smá tíma, ákvað ég að það væri kominn tími til að fá mér eitthvað að borða. Hann Tjörvi vinur minn hafði mælt með tælenskum stað ekki langt frá Oxford Circus, sem heitir Patara. Eftir smá labb fann ég staðinn og þá komst ég að því að hann var aðeins dýrari en ég hafði gert mér grein fyrir. En matseðillinn í glugganum leit bara helvíti vel út og ég bara what the heck. Það var brugðaist annarlega við því að ég bað um borð fyrir einn, en samt á kurteisan máta. Þegar ég sat í forsalnum á meðan ég beið eftir borði mínu, sá ég að þetta var svolítið fínn staður og ég var í tætta gallajakkanum mínum sem sumir vilja meina að hafi átt að vera kominn úr umferð fyrir 10 árum ("my precious ... mine ... all mine" ekki það að einhver annar vilji eiga hann).

Eftir smá stund var mér vísað á lítið borð niðrí kjallara og sagt við mig "nice cosy table", sem það var. Ég fékk matseðilinn í hendurnar og það var ekki auðvelt að velja ... en vinur minn hafði mælt með nokkru. Í forrétt fékk ég mér gufusoðna risa hörpuskel í chilli engifer lime sósu. ó mæ gád. þetta var mjúkt, sterkt, sætt og súrt. ég slefaði og smjattaði, einmitt það sem maður á að gera á fínu veitingahúsi, en úff. ég sleikti skeljarnar sem hörpuskelfískurnar var borinn fram í. Eins og klassastað sæmir var ég spurður hvernig smakkaðist, ég leit upp alsæll, orðlaus og sveittur á skallanum. Fljótlega kom aðalrétturinn, fiskur (seabas) í rauðukarrý með myntu borinn fram í bananalaufi. ách ... nammi namm. slef og smjatt. Þegar hingað var komið gat ég ekki stoppað, mér var boðið að skoða eftirréttaseðilinn. Þegar ég var búinn að skoða hann í smá stund, kom þjón og spurði hvort að ég sæi eitthvað sem mér leist á ... ég hikaði í smá stund ... og gaf til kynna að ég væri alveg til í að panta fjóra eftirrétti. en það var búið að mæla með kókós ísnum, og ég lét vaða. ... ja hvað skal segja ... nema hann var mjúkur og crunchí, silkimjúkur og stökkur ... nammi namm namm ... aftur slef og smjatt. besti kókos ís sem ég hef smakkað.

Ég labbaði að lestarstöðinni alsæll og í transi, það hefði einhver getað stolið af mér tösku minni og mér hefði verið sama.

Var ég búinn að minnast á að mér finnst fátt betra en góð tælensk máltíð.

Ha ... Plötubúðir í London!

London: dagur 2. Þegar ég vaknaði þennan morgun, ákvað ég að það væri best að drífa það leiðinlega af. Það er stundum bara best, minni sársauki. Þannig að ég andaði djúpt og lét það vaða. Ég fór í plötubúðaleiðangur ... maaaan ... er ég ennþá 18 ára ... eða hvað ... mér leið eins og þegar fór fyrst í plötubúðaleiðangur í London 1989 ... þegar ég fékk mitt versta tilfelli af Plötubúða-Delerium ... móðir mín og systir þurfti að beita áfallahjálp til að koma mér heilum aftur frá LaLa landi. Ok ... ég var nú kannski ekki í svitakasti, slefandi, erfitt með að anda og sjónin að hrella mig ... ekki í þetta sinn ... en ég dett samt alltaf í trans í þessum stórum plötubúðum ...

Ég tékkaði fyrst á "litlu" HMV rétt hjá Oxford Circus ... bara til að hita mig upp og fá tilfinningu fyrir því sem fyrir mér lá. Síðan hægt og rólega mjakaði ég mér upp að þeirri stóru ... áchhh ... hvað þetta er gott. Með smá svitarönd á efri vörinni ... ráfaði ég um aðalhæð þessa skrímslis til þess að átta mig hvar væri best að byrja ... og það reyndist bara best að byrja á Ainu og taka þetta staf fyrir staf. Tæpum einum og hálfum klukkutíma síðar stóð ég fyrir framan Frank Zappa rekkan með ásættanlegan búnka í fanginu. Eftir smá sýstematíska endurskoðun (þ.e. ég tók saman hvað ég átti mkinn pening), labbaði ég stoltur að kassanum og greiddi fyrir fjársjóð minn með prakkarabros á vör.

Eftir þetta leið mér það vel og datt í hug hvort að ég gæti endurtekið þetta ... en á nýjum vettvangi. Ég tók stefnu upp á næstu hæð þar sem var að finna DVD deildina. Það kom fljótt í ljós að það var ekki góð hugmynd. Hvar í ósköpunum átti ég að byrja? Gamlar bíómyndir, Nýjar Bíómyndir, Tilboð, listrænar myndir, sjónvarpsþættir, og síðast en fyrst og fremst nördalegast ... Star Trek. Ég hélt á nýjustu útgáfunni ... Star Trek Original First Special super dúper oversized opverprized soft yellow plastic edition. Glampinn af þessu splunkunýja geimhylki var ... ja hvað skal segja ... speisað. Skyndilega heyrði ég rödd hljóma í eyrum mínum: "Hjálmar .... þú ert nörd." Ég lagði hylkið niður og labbaði beint útúr búðinni og fór í næstu bókabúð þar sem ég keypti nokkrar bækur um mannfræði.

ágúst 26, 2004

Cool Britania

Hey ya, ég lenti hér í London á miðvikudagskvöldi. Það er alltaf yndislegt að koma til Lúndunarborgar. Þetta er mögnuð borg, og Bretland er magnað ríki, en … já en … ég verð að viðurkenna að get ekki alveg vanist því viðmóti sem einkennir svona stórborg. Það virðist nú einkenna flestar stórborgir að viðmótið sem maður fær er oft á tíðum frekar kuldalegt, en þá borgar sig að taka því ekkert nærri sér, þetta er ekki persónulegt. Það tekur nú á að vera síbrosandi og síheilsandi í stórborg eins og svala London.

Maður má nú ekki gleyma því að viðmótið sem einkennir reykjavíkurborg er nú ekki það hlýjasta í heimi. Okkur tekst nú oftast að láta eins og Reykjavíkurborg sé stórborg. Amstrið er svo mikið, umferðin er áköf; umferðin er í raun ekki mikil, allveganna ekki miða við þær sultur (traffic jam) sem fólk er vant erlendis, en hamagangurinn í öllum … guð mín góð … eftiráaðhyggja er ég feginn að hafa skilað inn bílnum mínum og farið að hjóla. Því að hvert skipti sem ég fæ að láni bíl frá góðvinum mínum til þess að útrétta, þá finn ég bílapúkahjálmar spretta aftur upp, axlirnar stífna, takið mitt á stýrinu verður grimmara, og það er nú bara heppni að þetta endar ekki í ósköpum. Ég elska Reykjavíkurþorpið okkar, en eins og með suma kæra vini og vandamenn sem maður vill síður sjá sumar hliðar af, þá er þetta ein hlið af RB sem ég vill síður sjá, því kýs ég að vera á flakki á þeim stundum þar sem minnst af umferð er. Fyrir utan það þá ég athafna ég mig first og fremst í 101num. og það svæði er nú ekkert voða bílafriendly, kannski er það bara ágætt, enda er 101 eins og lítið þorp, og þar líður mér ekki eins og ég búi í Reykjavík City, it´s a friendly place where everyone knows my name. en nóg um mig … var ég ekki annars að tala um London ... ó jú hún er yndisleg borg.

Einn með sjálfum sér í London

Það er skiptar skoðanir um að ferðast einn. Ég elska það. Ekki að ég elski ekki að ferðast með öðrum ... en það er eitthvað rómó við að hanga bara með sjálfum sér á nýjum stað og flakka og villast. Ég geri nóg af því að villast... stundum af ásettu ráði en yfirleitt óvart. En það er yfirleitt mjög gaman ... nema ef maður labbar inn í eitthvað skuggalegt hverfi ... eða týnist forever and ever. allavegana er erfitt að láta sér leiðast í stórborg.

Það getur auðvitað verið svoltítið yfirþyrmandi að koma sér einn á áfangastað. Ég lenti í London á miðvikudagskvöldi um kvöldmatarleitið. Um það leiti rifjaðist fyrir mér að ég hafði gleymt að fá leiðbeiningar um hvernig ég ætti að koma mér á minn endanlega áfangastað. Ég var með addressu í vasanum, en ... ég fattaði þegar ég var að bíða eftir farangrinum að það myndi nú kannski ekki duga mér. En í staðinn fyrir að fá stresskast þá ákvað ég að hringja í dúllu systur mína, sem hafði gist á sama stað nokkrum vikum áður og hafði haft vit á því að fá allmennilegar leiðbeiningar ... fyrirfram. Og af því að hún er sú skynsama og skipulagða af okkur tveim, fannst mér líklegt að hún gæti haft þetta við hendina. Og hvað heldur þú, hún var með þetta á hreinu ... en hálf undrandi á kæruleysi mínu.

Hvað gerðum kæruleyingjar eins og ég áður en gsmanir mættu til leiks? Tja ... það er spurning. Ég á nú nokkrar skautlegar ferðasögur fyrir tíma gsmana ... en ég geymi þær til betri tíma ... eða eitthvað þannig. Eitt notalegt við gsmana erlendis ... maður er kannski týndur eða áttavilltur á flugvellinum eða snúandi ótal hringi í kring um sjálfan sig á lestarstööinni ... þá heyrist lítið sætt bípp bípp ... og lítið skilaborð birtist í símanum, sem hljómar eitthvað svona "Velkominn til london .... bla bla bla ... hringdu í ... bla bla bla ...". ekki það að ég hafi nokkurn tíma notað þessi númer. En mér hlýnar yfirleitt um hjartarræturnar mínar, það er einhver þarna hjá OgVodafone að hugsa til mín, og hvað heldurur í stórborg eins og Lúndun, eru mörg símafyrirtæki og öll hugsa hlýtt til manns. Mér finnst ég bara eftir þessa ferð bara þekkja fólkið hjá Vodafone, Orange, BT og hvað nú ekki bara vel og innilega og það munaði litlu að ég freistaðist til að heilsa uppá þau þegar ég labbaði framhjá söluskrifstofum þeirra útum alla borg.

Ferðalagið til vinkonu minnar tókst bara vel. Klukkan var að vera 22 og ég keypti mér tilbúið tælenskt kurrý eins og hann Jamie sæti Oliver mælir svo með, ásamt einhverju geðveiku engifer öli frá Jamaica (Hressandi!). Vinkona mín var ekki stödd í borginni, heldur var að athuga hvort að húsið hennar í Orlando hafi nokkuð fokið til Mexíkó. Hún býr í geðveikri sætri íbúð í gömlum kastala og til þess að gera innkomu mína smá scary eða notalega þá skildi hún the Royal Tenenbaums í gangi í DVD spilarnum sínum og þegar ég kom inn hljómaði stefið stanslaust, og var víst búið að gera það í tæpa viku. Mér datt fyrst í hug að þetta væri nýtt snildar þjófavarnarkerfi ... sem hljómaði ekki eins og þjóðvarnarkerfi ... en í staðinn var þetta bara skemmtileg afleiðing viðutaheitum yndislegu vinkonu minnar Jenine. Einhvern tíma langar mig að skrifa bók um hana sem mun heita "The Adventures of Being Jenine". En ég læt þetta duga í bili.

Allavegana ... þá borðaði ég kurryið sem var bara helvíti gott og horfði á BBC og aðrar skrýtnar breskar sjónvarpsstöðvar. Svo fór ég bara að sofa ... út um gluggan heyrði ég í krá sem er á næðinni fyrir neðan og nokkrun dögum seinna komst ég að því að söngkona í Thompson Twins drekkur þar stundum og býr að auki í sama húsi ... ó mæ gawd ... var ég nokkurn tíma búinn að minnast á að ég elskaði Thompson Twins þegar ég var 13 ára ... og var með hárgreiðslu í stíl ... kannski ekki ...

ágúst 25, 2004

Sumarið er búið ...

... og ég er farinn til útlanda.

Þetta var búið að vera geggjað sumar. Það voru stundir þar sem ég var ekki viss í hvaða landi ég var staddur. Jú Íslendingar voru að kvarta yfir veðrinu ,,, nema í þetta skipti var fólk að kvarta yfir of miklum hita. Come on ... það er of heitt á Íslandi hversu oft? Kannski einu sinni á okkar ævi ... ekkert væl og keyptu þér ís. Tja ... nema að ... hvað vitum við annars ...

Semsagt sumarið var búið að vera yndislegt og ég er var á leiðinni til útlanda í þriggja mánaða útlegð og hvað haldið það fór að rigna þegar ég var á leiðinni út á völl.

ágúst 24, 2004

Loksins

Loksins tókst mér að koma mér af stað. Ég vona að ég sé hægt og rólega að yfirstíga bloggfóbíu mína. Og núna dettur mér ekkert í huga til að skrifa ... hehe ... sko þannig var að ... bla dí blah blah blah.