Óþolandi lið ...
Ég hef lengi vel alltaf gert grín af þessu liði sem er að steggja vini sína ... í gegnum árin hef ég lent ósjaldan í því þegar ég hef verið á vakt á laugaveginum á laugardögum (það eru næstum því flestir laugardagar síðan verslunarmannahelgi 2000)... að það komi eitthvað lið að steggja eða gæsa vini sína ... oft á tíðum er búið að biðja okkur fyrirfram að taka þátt í einhverjum grikk ... sem í flestum tilvikum snýst um að gera sem mest lítið úr viðkomandi stegg eða gæs ... því skömmustulegra því betra ...
nokkur dæmi: syngja í singstar ... að dansa upp á afgreiðsluborði ... syngja í miðri búð íklætt einhverju stereótýpisku niðrandi outfitti ... og svo framvegis ...
alveg óþolandi ... ! ... í flestum tilvikum er síðan einhver kjáni sem er að hvetja sem mest til vitleysunar og er að taka þetta upp á videó ... ótrúlegt hvað fólk tekur upp á fyrir svona vitleysu ... ! og þá til að gera sem minnst úr vinum sínum sem er að fara að gifta sig ............ aldrei myndi ég taka þátt í svona vitleysu ...!!!
nema ... síðustu helgi vorum við strákarnir að steggja hann þórð vin okkar ... og þemað var að breyta honum í einhverja stereótýpu (sólbrúnan vöðvastæltan hnakka) ... og láta hann gera sér að eins miklu fífli og hægt var ... okkur til skemmtunar ...
og hver haldið þið að hafi verið fíflið með videóvélina ... tja ... auðvitað kjánin ég.
ergo sum: alltaf gaman að vera með háværar yfirlýsingar sem maður þarf síðan að éta ofan í sig.